Aukin heimild fyrir plast í loftræstingum í byggingarreglugerð

Plastbarki
Í lok árs 2020 voru gerðar breytingar á byggingarreglugerð sem snúa að loftræstingum. Með breytingunum var opnað fyrir notkun á plasti í lögnum loftræstikerfi. Slíkar lausnir hafa verið gríðarlega vinsælar á undanförnum árum en það hefur verið háð byggingarfulltrúa á hverjum stað og túlkun hvort þetta hafi verið heimilt. Nú eru komin skýr ákvæði í byggingarreglugerðina sem heimilar notkun slíkra plastbarka.
2. Í loftrásum skal vera óbrennanlegt efni, A2-sl, s0. Sú krafa gildir ekki fyrir eftirfarandi liði:
a. loftsíur, reimar, taudreifara, raflagnir o.þ.h.,
b. innsteyptar loftrásir úr plastefnum sem uppfylla brunaflokk B2, enda liggja loftrásirnar innan sama brunahólfs og sýnt sé fram á að slíkt valdi ekki aukinni eldhættu,
c. stokkar í útsogum sérbýlishúsa mega vera í flokki E nema útsog frá eldhúsum sem skal vera EI 30 A2-sl, d0.
Þetta er gríðarlegt fagnaðarefni, þar sem óvissu hefur verið eytt varðandi þennan þátt.
Einnig má lesa um þetta á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar undir lið 9.6.14.