Eurovent kemur með leiðbeiningar fyrir Covid

Eurovent
Í kjölfarið á Covid hefur verið mikil umræða um áhrif loftræsingar á loftgæði. Eurovent hefur því komið með eigin leiðbeiningar varðandi rekstur og hönnun loftræstikerfi á meðan á heimsfaraldrinum stendur.
Leiðbeiningarnar byggja á upplýsingum um að kórónavírus (SARS-CoV-2) dreifist með dropum í lofti þegar sýktur einstaklingur hóstar, snýtir sér eða talar. Droparnir falla til jarðar í grennd við viðkomandi, en hluti þeirra getur haldist í loftinu í illa loftræstum rýmum. Ekki er talið að loftræsti kerfi dreifi vírusnum, heldur þvert á móti geti þau dregið úr líkum á smiti með stöðugum loftskiptum.
Eurovent mælir með því að loftræsikerfi sé viðhaldið og þeim haldið gangandi samkvæmt leiðbeiningum og hefðbundnum hreinleika stöðlum. Sem varúðarráðstöfun mæla þeir með því að:
- Auka loftflæði og hækka flæði af lofti að utan
- Auka tíma sem loftræsikerfum er leyft að ganga
- Fara yfir loftræstikerfi og sjá til þess að þau séu rétt stillt og hafi fengið eðlilegt viðhald
- Halda loftraka innandyra yfir 30% – þar sem það er mögulegt.
Auk þess mæla þeir með að fylgja og skoða eftirfarandi leiðbeiningar:
- Eurovent Air Filters Guidebook: https://eurovent.eu/?q=content/eurovent-air-filters-guidebook-first-edition
- Eurovent Air Handling Units Guidebook: https://eurovent.eu/?q=content/eurovent-air-handling-units-guidebook-first-edition
- Eurovent REC 6/14 – 2000: Hygienic aspects in Air Handling Units: https://eurovent.eu/?q=content/eurovent-614-2000-hygienic-aspects-air-handling-units