Loftræsting þar sem vatnslagnir voru um 1800

Leiðandi sérfræðingar í dreifingu loftdreifðum örverum kallar eftir vakningu í loftgæðum innandyra til að koma í veg fyrir dreifingu t.d. Covid-19 og öðrum sambærilegum veikindum.
Í tímaritinu journal Science hafa 40 vísindamenn skrifað að þörf sé á áttaki eins og í Englandi 1942 þegar hvatt var til þess að borir tryggðu hreint vatn og skólp. Nú þegar við erum komin á 21. öldina sé ástandið eins í loftgæðamálum og þörf á gríðarlegu áttaki þar sem loftæði eru endurhugsuð.
Að sögn prófessorsins Noakes þá hefur þetta verið vanrækt að skoða loftskipti í byggingum og hversu stórt hlutiverk léleg loftæði hafa á að dreifa sýklum og vírusum. Í heimsfaraldrinum hafi þetta birst og nú þurfi að leita leiða til að gera byggingar öruggar aftur. Þörf sé á að finna leiðir til að draga úr sýklum í loftinu sem við öndum að okkur. Aðgerða sé þörf til að draga úr loftbornum sýklum, ásamt því að hugsa um aðra þætti lélegra loftgæða eins mengunar og bættri heilsu. Þörf sé á að átta sig á áhættunni sem loftbornir sýklar valda.
Reglur eru strangar þegar kemur að gæðum vatns sem við drekkum, matvæla framleiðslu en þótt það séu reglur um loftun þá sé oft lítið tæpt á því reglum um byggingar í hönnun, smíðum og svo rekstri. Rannsóknir á Covid-19 hafi sýnt að loftbornir sýklar geti auðveldlega dreift sér í illa loftræstum rýmum og dreifi sér um rýmin og geti sýkt fólk.
Í greinninni er sagt að algengt sé að veirunar geti borist um meira rými þar sem veiran nái að svífa í loftinu og fólk svo andi sér lofti sem innihaldi veiruna og þar með dreift sjúkdóminum.