Verð á stáli heldur áfram að hækka

Allt árið hefur verð á stáli hækkað allt árið og alveg síðan Covid hófst. Stál hefur hækkað jafnvel um meira en tug prósenta á milli mánaða en á seinustu 12 mánuðum hefur verðið hækkað um 70%.
Seinustu daga hefur verðið loksins lækkað aðeins, þótt enginn eigi von á því að sú lækkun verði mikil. Búist er við að eftirspurn verði minni næstu mánuði og því hafi verðið gefið lítillega eftir.
Helstu ástæður fyrir þessari gríðarlegu hækkun er fyrst og fremst gríðarlegur skortur. Fyrirtæki hafa átt í vandræðum með að fá aðföng i framleiðsluna, sem hefur bæði keyrt upp verðið, dregirð úr afköstum og lengt afhendignartíma.
Helstu ástæður fyrir þessari þróun er að búist var við minnkandi eftirspurn á covid tímum, en þróunin varð öfug, verksmiðjur þurfti að loka og draga úr afköstum og á sama tíma hefur eftirspurn aukist.
Áhrifin hafa verið veruleg á innkaupsverð á vörum og afhendingartíma á Íslandi. Þróun krónunnar hefur komið eitthvað á móti en búast má við að verðin haldi áfram að hækka á næstunni þar sem full áhrif hafa ekki en komið fram.